Fara í efni

Sjóminjasafnið Eyrarbakka

Austast á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.  Það var stofnað af Sigurði Guðjónssyni skipsstjóra á Litlu-Háeyri einkum í því skyni að bjarga síðasta áraskipinu sem smíðað var á Eyrarbakka frá eyðileggingu. Áraskipið Farsæll er í dag aðalsafngripur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka en einnig geta gestir fræðst um skipasmiðinn,  mismunandi veiðiaðferðir og margvíslegt annað sem tengdist sjávarútvegi við Suðurströndina fyrr á tímum.

Opnunartími:
1. maí - 30. september: opið alla daga 11:00-18:00
Yfir veturinn er opið eftir samkomulagi. 

Hvað er í boði