Fara í efni

Tjaldsvæðið á Siglufirði

Tjaldsvæðið á Siglufirði býður gestum upp á fjölbreytta og aðgengilega gistiaðstöðu á þremur svæðum í bænum – við höfnina í miðbænum, á Rammalóðinni og í náttúrunni við Bola. Öll svæðin eru með salerni og rafmagn, og á tjaldsvæðinu í miðbænum er aðgangur að sturtu ásamt þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.

Miðbæjarsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, við höfnina, í einstaklega fallegu umhverfi þar sem veitingastaðir, verslanir og söfn eru í göngufæri.
Rammalóðin er staðsett á móti lögreglustöðinni og í stuttu göngufæri frá miðbænum.
Svæðið við Stóra bola er staðsett sunnar í bænum, í nálægð við náttúru og fallegar gönguleiðir, og hentar vel þeim sem vilja dvelja í rólegra umhverfi.

Á Siglufirði er fjöldi áhugaverðra safna og menningarsetra, þar á meðal Síldarminjasafnið, Ljóðasetur Íslands, Þjóðlagasetur, Saga Fotografica og fleiri.

Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 15. október, með fyrirvara um að veður og aðstæður leyfi.

Hægt er að bóka stæði og aðra þjónustu með einföldum hætti á www.parka.is

Verð

• Fullorðnir (16 ára og eldri): 1.800 kr.

• Aldraðir og öryrkjar: 1.500 kr.

• Frítt fyrir börn

• Gistináttaskattur: 400 kr.

• Rafmagn: 1.400 kr.

• Þvottavél: 700 kr.

• Þurrkari: 700 kr.

Verið hjartanlega velkomin á tjaldsvæðið á Siglufirði!

Hvað er í boði