Fara í efni

Sagaevents ehf.

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar sem smáar. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, brúðkaup, tónleikar, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt fleira. 

Sagaevents hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.  

Við leggjum mikið uppúr góðu samstarfi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þegar línur hafa verið lagðar útfærir Sagaevents hugmyndirnar, leggur fram kostnaðaráætlun og sér svo um framkvæmd og skipulag. Við vinnum innan þess ramma sem þú setur, en gætum þess á sama tíma að setja skapandi hugsun og skemmtilegum lausnum engin mörk. 

Þegar þú velur Sagaevents tryggir þú að þú vinnir með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkrafti með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika. 

Sagaevents er aðili að Ráðstefnuborginni Reykjavík / Meet in Reykjavik og hvatningaverkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta auk þess að vera með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. 

Hvað er í boði