Fara í efni

Rock´n´Troll Kaffi

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5.000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög.

Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil. Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli.

Vinylplötu- og geisladiskasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki Íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka.

Góður matur, einstakt útsýni og tónlista sem þú elskar. þess virði að stoppa!

Hvað er í boði