Fara í efni

Reynivellir II

Gistiheimilið Reynivellir er staðsett við rætur Vatnajökuls, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði. Reynivellir státa af einstakri sveitamumgjörð og býður staðurinn upp á náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Opið er allt árið um kring.

- Gerum tilboð
- Eldunaraðstaða
- Náttúruperlur
- Um 10 mínútna akstur á Jökulsárlón
- Gönguleiðir
- Sögustaðir
- Persónuleg þjónusta
- Jöklaferðir
- Hentar einstaklingum og hópum

Á Reynivöllum er boðið upp á gistimöguleika með sameiginlegu baðherbergi í húsi á tveimur hæðum. Samtals eru sjö herbergi í húsinu (eins-, tveggja-, þriggja-, fjögura- og fimm manna), 4 baðherbergi, eldhús og setustofa. Boðið er upp á bæði uppábúið og svefnpokapláss. Þráðlaust net er í byggingunni. Að auki bjóðum við upp á gistingu í þremur sumarhúsum sem taka hvert um sig allt að átta í gistingu.

Á Reynivöllum er eldunaraðstaða fyrir gesti en að auki þá er veitingastaður og matsalur í aðalbyggingunni á gistiheimilinu Gerði. Þar er boðið upp á morgunverð og kvöldverð og er áhersla lögð á að nota hráefni úr héraði.

Helstu kennileiti eru Vatnajökull og Jökulsárlón, sem er í um 10 km fjarlægð. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu. Stutt er í næstu hestaleigu og tæplega klukkustundar akstur á Höfn.

Fyrir þá sem vilja njóta þess að dveljast undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul, heimsækja m.a. Jökulsárlón, þjóðgarðinn í Skaftafelli, og fara jafnvel í ferð upp á Vatnajökul, þá eru Reynivellir góður og hagkvæmur kostur.

Þá vinnum við náið með jöklafyrirtækinu Blue Iceland sem býður upp á jöklaferðir - jöklagöngur og ferðir í íshella á svæðinu kringum Breiðamerkurjökul. Gestir sem dvelja á Reynivöllum fá afslátt hjá Blue Iceland.

Hjónin Björn og Þórey bjóða þig velkomin á Reynivelli.

Nánari upplýsingar má nálgast á reynivellir.is, með þvi að hringja í síma 478-1905 eða senda okkur tölvupóst á info@gerdi.is.

Gerum tilboð.

Hvað er í boði