Reykhólar Farfuglaheimili
Farfuglaheimilið Reykhólum býður upp á gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt árið. Í boði eru sjö tveggja manna herbergi, tvö þriggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og tvö fimm manna dorm herbergi. Í húsinu er góð eldunaraðstaða og setustofa. Sólpallur er fyrir framan húsið og stórt grill. Aðgengi fyrir fatlaða er gott.
Reykhólar standa yst á Reykjanesskaga milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Reykhólar eru fornt kirkjusetur og sögufrægt höfuðból sem forðum þótti afbragðsgóð bújörð, ein sú besta á landinu. Þar voru mikil hlunnindi og jörðinni tilheyrðu um 300 eyjar á Breiðafirði. Á Reykhólum er nú dálítið þorp, sem telur um 120 íbúa. Á staðnum er grunnskóli, heilsugæslustöð, verslun, kirkja, flugvöllur, hlunnindasafn, upplýsingamiðstöð og gott tjaldsvæði og sundlaug.
Opnunartímar
Opnunartími móttöku: Opið er allan sólarhringinn.
Opnunartími (yfir árið): Opið allt árið.
Þið getið bókað hér