Fara í efni

Réttartorfa - 4x4 Eyjafjarðardeild

Réttartorfan er austan við Skjálfandafljót og eru um 10 – 20 km þangað frá syðstu bæjum í Bárðardal, Svartárkoti og Stórutungu.Leiðin frá Stórutungu er lengri og er farin ýtuslóð gegnum Suðurárhraunið, að mestu meðfram fljótinu. Leiðin frá Svartárkoti er styttri og hraunið sandorpnara, en fara verður Suðurá á vaði.

Einnig má koma að skálanum sunnan frá af fjallvegi F910 (leiðin norðan við Trölladyngju) eða fara yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði að haustlagi, þegar lítið er í fljótinu. Þeir sem hugsa sér að keyra yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði verða að gæta ýtrustu varúðar.

Að vetri er hægt að fara á ís yfir fljótið.

Hvað er í boði