ORKA TIL FRAMTÍÐAR
Því miður verður orkusýningin lokuð í sumar vegna Covid-19, en einungis er um varúðarráðstöfun að ræða. Vinsamlegast hafið samband fyrir nánari upplýsingar á visit.us@landsvirkjun.is
Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Sýningin samanstendur af fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum sem veita gestum innsýn í heim raforkunnar og hvernig raforkan er framleidd með því að beisla krafta náttúrunnar.
Líttu við í Ljósafosstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.