Fara í efni

Nýidalur - Ferðafélag Íslands

Skálar F.Í. standa við mynni Nýjadals, SV undan Þvermóði, á melbarði sunnan Nýjadalsár, við bílslóðina yfir Sprengisand. Húsin standa í um 800 m h.y.s. og hið fyrra reist 1967. Það er timburhús á tveimur hæðum, á neðri hæð er forstofa, eldhús og svefnskáli og á efri hæð svefnpallur. Í nýrra húsinu er eldhús, skálavarðarherbergi og svefnsalur niðri og svefnloft á efri hæð. Húsin rúma samtals 54 gesti í kojum og á dýnum. Í þeim báðum eru eldavélar, pottar og pönnur og leirtau fyrir gesti. Þar er sorphirða og skálavarsla á sumrin. Vatnssalerni og sturtur eru í sérstöku húsi. Frá húsunum blasir við suðvesturhlíð Tungnafellsjökuls og skammt er að ganga inn í blómastóð Nýjadals. Einnig er auðvelt að ganga þaðan upp á Tungnafellsjökul og leiðin er greið um Mjóháls austur í Vonarskarð. 

Sími frá 1. júlí til 31. ágúst er 860-3334

Hvað er í boði