Fara í efni

Nordic Lodges Þverá

“Er það hafið eða fjöllin, sem að draga mig hér að?”
Vestfirðir skera sig úr bæði landfræðilega og hvað náttúrufegurð snertir. Sagt er að Hrafna-Flóki hafi getað valið hvaða stað sem er þegar hann kom til Islands.  Hann valdi Vatnsfjörð og Barðaströnd. Þar er líka frístundahúsið Þverá, stórt hús í kjarrvöxnu landi Brjánslækjar, aðeins 2 kílómetra frá bæjarrústum Flóka og ferjuhöfninni fyrir flóabátinn Baldur.
 
Þverá er ekki aðeins vel staðsett með hrífandi útrýni út á Breiðafjörðinn og eyjarnar, heldur liggja vegir til allra átta út frá húsinu, Vestur á Patreksfjörð, Rauðasand og Látrabjarg, norður til Dynjanda, einnig Bíldudals með afleggjara yfir í Selárdal og yfir til Ísafjarðar, þar sem Tjöruhúsið, eitt besta fiskiveitingahús landsins er að finna. Vilji menn heimsækja þann einstaka stað Flatey má að sumri til taka flóabátinn að morgni dags og koma til baka með seinni ferðinni, Eða gista þar á leiðinni til Þverár.
 
Á Þverá fer vel um mann. Í húsinu er gólfhitun, 5 svefnherbergi með 10 rúmum, 2 baðherbergi og gott sameiginlegt rými. Enn fremur vel búið eldhús, þar sem kjörið er að steikja bleikju frá Fiskabúrinu, fiskeldinu fyrir neðan veg.  Hótel Flókalundur sem er í aðeins 4 km fjarlægð inn með firðinum býður líka pýðisgóðan mat. Það er ekki heitur pottur við Þverá, en rétt innan við hótelið er einstök náttúrulaug, Hellulaug, þétt niðri í flæðarmálinu.

Hvað er í boði