Fara í efni

Nordic Lodges Hamragil

Hamragil er einstakt frístundahús hvað varðar stærð og staðsetningu. Á 135 fermetrum rúmast 6 svefnherbergi með 10 rúmum, tvö baðherbergi og stórkostleg stofa með borðstofukrók og rúmgóðri eldunaraðstöðu, allt í einu rými. Heitur pottur er undir brekkunni bak við húsið. Í húsinu er allt sem þarf til þess að láta sér líða vel.
 
Ofan úr brekkunni þar sem húsið stendur sér niður í Fnjóskadalinn, þar sem Fnjóská liðast um dalbotninn.  Að auki blasir Ljósavatnsskarðið og Hálshnjúkurinn við í suðri. Hamragil liggur mjög vel við dagsferðum inn á Mývatnssvæðið og allt austur að Jökulsá á Fjöllum með Tjörneshringi og heitu baði í  nýju, frábæru baðaðstölunni Geosea á Húsavík. Ekki er síður gaman að taka Tröllaskagann með Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, eða fara á skíði í fjöllunum. Í norðri bjóðast slóðir út í Fjörður og Flateyjardal, en í suðri, sömuleiðis fyrir jeppaeigendur, má á einum degi að sumri til komast upp úr Eyjafirði inn í Laugarfell og niður Bárðardalinn með Aldeyjarfossi og Goðafossi.
 
Auðvelt er að skreppa inn á Akureyri eftir að Vaðlaheiðargöngin komu, og tekur ferðin ekki nema 15 mínútur. Hamragil er samnefnari fyrir náttúru- og menningarupplifun, að afslöppun ógleymdri.

Hvað er í boði