Fara í efni

Nordic Lodges Brekka

Brekka er nýlegur og stór gæðabústaður sem búinn er öllum þægindum. Hann er mjög vel staðsettur inni í birkikjarrinu í brekkunni upp af norðanverðri Hvalfjarðarströnd. Lóðin er stór og plássið umhverfis ríkulegt -langt í næstu bústaði. Þarna hefur maður næði og er út af fyrir sig.
Útsýnin er einstök og ljósið á fjörðinn með öllum sínum tilbrigðum allt er síbreytilegt. Í austurátt blasa Botnssúlur við, og bjóða upp á skemmtilega fjallgöngu, ef hringurinn um fossinn Glym dugir ekki til.

Húsið er bjart og með þægilegri gólfhitun, og hvort sem komið er til baka úr göngu eða skoðunarferð t.d. um Kaldadal til Hraunfossa eða í Surtshelli, veitir heiti potturinn frábæra afslöppun, mitt úti í birkikjarrinu! Líflegur lækur liðast í gilskorunni fyrir neðan, sem er um leið lóðarmörk yfir að kirkjujörðinni Saurbæ.
Brekka hefur 3 svefnherbergi niðri og svefnsófa uppi á lofti, þar sem líka er sjónvarp og mynddiskaspilari. Stór pallur umlykur húsið á þrjá vegu.

Hvað er í boði