Fara í efni

Nordic Lodges Borgarbrekka

Borgarbrekka er norðanvert í Lóninu, svæðinu milli Eystra og Vestra Horns, uþb. 35 km norðan Hafnar í Hornafirði. Þetta svæði er einstakt, algjörlega magnað í sinni umgjörð sem tengist samleik hafs og áhrifamikilla Horna-fjallanna, gerðum úr einu elsta bergi á Íslandi. Litadýrð líparítsins í fjöllunum inn af Lóninu er einstök, sér í lagi þegar lagt er á Lónsöræfin sjálf, og gönguleiðir eru gefandi og í miklu úrvali á öllu svæðinu.

Húsið Borgarbrekka er 160 fm, rúmgott og vel búið tvílyft timburhús með svölum mót vestri á efri hæð og með rými fyrir 10 manns í fimm svefnherbergjum. Baðherbergi eru bæði uppi og niðri.

Að vetri til er talsvert um hreindýr í nágrenninu, og árið um kring má auðveldlega finna seli við Fjörð, syðst í Lóninu.

Hvað er í boði