Fara í efni

Upplýsingamiðstöð Norðfirði (Svæðismiðstöð)

Upplýsingamiðstöð ferðamanna staðsett í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar. Þangað geta ferðamenn sótt allar almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni, þar á meðal þjónustukort fyrir alla sex bæjarkjarna sveitarfélagsins.

Aðstoð er einnig veitt vegna ferðaupplýsinga um aðra landshluta. Þá má nálagst algengustu handbækur og kynningarrit ferðaþjónustunnar hjá upplýsingamiðstöðinni og ferðamenn geta auk þess leitað sér upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma sundlaugarinnar sem er opin allt árið.

Þá má einnig nálgast ferðaupplýsingar hjá upplýsingaþjónustu kaffihússins Nesbær, skammt frá sundlauginni.

Hvað er í boði