Fara í efni

Nings

Fyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Thailandi, var fyrst veitingahúsa til að að framleiða ferskt sushi daglega og til að selja sushi í verslanir. Nings kynnti einnig Konyaku fyrir Íslendingum en úr því voru unnar núðlur sem eru sérlega hollar og grennandi. Þá kom Nings með tofunúðlur á markaðinn, einnig bokhveiti- og green tea núðlur. Nings kynnti Íslendinga einnig fyrir tofukjöti sem er vara búin til úr soya en smakkast sem besti kjúklingur. Nings hefur frá upphafi eingöngu notað kolestrol lausa repjuolíu í alla matargerð.

Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.

Hvað er í boði