Fara í efni

Ylströndin Nauthólsvík

Sjósund hafa verið hluti af menningu Íslendinga í gegnum aldirnar,  allt frá Drangeyjarsundi Grettis Ásmundarsonar árið 1030 sem er eitt elsta skrásetta sjósund í veröldinni. Sjósund sem heilsurækt hefur verið stundað hér á landi í um 70 ár og hafa vinsældir þess færst mjög í vöxt undanfarin ár.

Hundruðir Íslendinga stunda sjósund reglulega en vinsælasti staðurinn til þess er Nauthólsvík. Þar er góð aðstaða fyrir sjósundsfólk, s.s. skiptiklefar, sturtur, lítil verslun og stór heitur pottur til að ylja sér í að sundi loknu.

Sjósund er talið afar hollt fyrir líkama og sál, það hefur góð áhrif á þol og blóðþrýsting - og svo er auðvitað mjög frískandi!

Frá 15. maí - 15. ágúst er opið alla daga frá 10:00 - 19:00.

Frá 16. ágúst - 31. desember er opið alla virka daga frá kl. 11:00 - 13:00 og síðdegis á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00 -19:00

Stakt gjald yfir vetrartímann er 500 ISK. 

Hvað er í boði