Fara í efni

Múlaskáli

Múlaskáli er staðsettur sunnan við Kollumúla í Lónsöræfum (64°33.200 - 15°09.077). Skálinn var byggður 1990 og í honum er svefnpláss fyrir 28 manns. Í skálanum eru á tvö 8 manna herbergi, skálavarðarherbergi, og eldhús á neðri hæð. Á efri hæð er svefnloft fyrir 12 manns. Í skálanum er gaseldavél, gasofn til upphitunar og öll nauðsynlegustu eldhúsáhöld. Þar er NMT sími og WHF talstöð. Ekki er GSM samband á þessu svæði. Við skálann er hreinlætishús með vatnssalernum, sturtu og vöskum.

Margar fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Múlaskála. Skálinn er fjarri alfaraleið og þeir sem þar dvelja geta notið kyrrðar öræfanna fjarri öllu áreiti sem tilheyrir daglegu lífi nútímamannsins.

Jeppafær vegur liggur inn með Þórisdal í Lóni og yfir Skyndidalsá sem oft getur verið mjög varasöm. Þaðan er ekið inn Kjarrdalsheiði og inn á Illakamb þar sem vegurinn endar. Frá Illakambi er um 40 mín. gangur að skálanum.

Hvað er í boði