Miðhóll gestahús
Miðhóll gestahús er hús sem stendur við heimilið okkar á Miðhóli og opið allt árið. Á Miðhóli búum við fjölskyldan ásamt hundi, köttum og hestum. Gestahúsið er 32,6 fermetrar að stærð og í því er allt sem heimili þarfnast. Í húsinu er gistiaðstaða fyrir fjóra. Hjónarúm er í svefnherberginu og síðan góður svefnsófi í aðalrýminu. Einnig er þvottavél, þurrkari, sjónvarp og uppþvottavél. Húsið er 3,1 km frá þjóðvegi 1. Húsið er mjög vel staðsett til að ferðast á Suðurlandi.