Fara í efni

Mánagisting

Mánagisting er fjölskyldurekið gistiheimili miðsvæðis á Ísafirði. Gistiheimilið er staðsett í gamla Herkastalanum á Ísafirði og á húsið sér stórmerkilega sögu. Hjálpræðisherinn reisti húsið og árið 1922 var þar stofnsett fyrsta dvalarheimili aldraðra á Íslandi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og unnið hefur verið að því að koma húsinu í upprunalegt horf til að endurvekja sjarma þess.

Við bjóðum upp á björt og einföld gistirými. Eins, tveggja og þriggja manna herbergi með sameiginlegri baðherbergisaðstöðu. Gestir okkar hafa aðgengi að fullbúnu eldhúsi, sameiginlegri stofu og þvottahúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir í boði, gestir eru þá með sér baðherbergi og eldhúsaðstöðu. Þráðlaust net er í öllu húsinu sem er frítt fyrir gesti. 

Endilega hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Við erum með rúm fyrir 25 manns í 10 herbergjum. Gistiheimilið er opið allt árið.

Hvað er í boði