Fara í efni

Byggðasafnið Hvoll

Sumarið 2023:
Vegna framkvæmda verður safnið ekki opið almenningi sumarið 2023. Hægt er að hafa samband við Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumann safnsins, í gegnum netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is.

Byggðasafnið Hvoll á Dalvík er í senn byggða-, náttúrugripa- og mannasafn. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð og haganlega gerðir skrautmunir unnir af hagleiksfólki af svæðinu. Á
náttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra, þar sem ísbjörninn vekur mesta athygli.

Minningarstofur eru um Jóhann Svarfdæling, sem var um tíma hæsti maður heims og Kristján Eldjárn forseta.

Árið 1934 reið jarðskjálfti yfir Dalvík (6,2 á Richter). Jarðskjálftanum eru gerð skil í sérstakri stofu safnsins.

Opnunartími:
1. júní – 31. ágúst: 10.00-17.00 alla daga
1. september – 31. maí. Lokað .
Opið eftir samkomulagi og við tökum á móti hópum allt árið. Pantanir fyrir hópa fara í gegnum bjork@dalvikurbyggd.is

Hvað er í boði