Fara í efni

Laugarvatn Fontana

Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.

Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.

Opnunartími:

Alla daga : 10:00 – 21:00

Verðskrá:
Fullorðnir (17+) 4990 kr.
Unglingar (10-16) 2990 kr.
Börn (0-9) frítt með fullorðnum
Eldri borgarar 2990 kr.
Öryrkjar 2990 kr.

Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.

Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.

Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.

Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa. 

Verð 2.990 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.

Við erum á facebook
Við erum á instagram

Hvað er í boði