Fara í efni

Landmannalaugar - Ferðafélag Íslands

Ferðagjöf

F.Í. reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 m y.s., við jaðar Laugahrauns og rétt við heitar uppsprettur, sem vinsælar eru til baða. Húsið er á tveimur hæðum, niðri er stór svefnskáli, eldhús, rúmgóð forstofa og geymsla. Uppi eru 3 svefnloft og lítið kvistherbergi. Samtals er pláss fyrir 75 manns í kojum og á dýnum. Húsið er upphitað en gas er notað til eldamennsku. Þar eru pottar og pönnur, leirtau og hnífapör. Auk gistiskála er þar stórt hreinlætishús, með sturtum og vatnssalernum, og skála- og landvarðarhús.
Tjaldstæði eru á flötunum í grennd við skálann. Heit, náttúruleg laug er í skömmu göngufæri frá skála.

GPS: N63°59,600 W19°03,660
Við jaðar Laugahrauns. Gas til eldunar, vatn, wc, útigrill.

Sími frá 15. Júní til 1. Október er 860-3335.

Hvað er í boði