Fara í efni

Krían - Sveitakrá

Sveitakráin Krían er á Kríumýri, rétt við Selfoss. Um er að ræða ekta sveitakrá sem tekur um 60 manns í sæti auk sólskála sem tekur 30 manns í sæti. Á staðnum er hljóðkerfi og hljóðfæri, s.s. gítarar og píanó auk skjávarpa, flatskjár og karaoke, sem notið hefur mikilla vænsælda. Á staðnum er pílukast, internettenging og aðstaða til útileikja. Tekið er á móti litlum sem stórum hópum í mat og til að mynda boðið upp á ekta íslenska kjötsúpu með brauði, grillað lambalæri með kartöflum, fersku salati og heitri sósu og fiskibollur í lauksmjöri með kartöflum og salati. Einnig er boðið upp á pottrétti með brauði. Krían er tilvalinn staður fyrir óvissuferðir, starfsmannafélög, vinnustaði og aðra hópa til að koma saman og skemmta sér í fallegu sveitaumhverfi. Tilboð eru gerð fyrir hópa. Áhersla er á persónulega og góða þjónustu en rekstraraðilar eru hjónin María Davíðsdóttir og Hörður Harðarson.

 

Hvað er í boði