Fara í efni

Tjaldsvæðið Kirkjubæ

Tjaldstæðið er skjólgott og rúmt, pláss fyrir alla hvort sem er í litlu tjaldi, húsbíl, hjólhýsi eða tjaldvagni. Mikil áhersla er lögð á að tjaldstæðið er gististaður og þar verður að vera ró frá 23:00 til 7:00 á morgnana. Snyrtiaðstaðan er í þjónustuhúsunum sem eru rúmgóð, upphituð hús. Öllum er frjálst að nota eldhús og borðstofu. Þvottahúsið vekur oft mikla lukku eftir langar ferðir. Ragmagnstenglar eru á hluta af svæðinu, gott að koma snemma til að fá slíkt stæði.

Á tjaldstæðinu eru 7 smáhýsi, sem eru svefnpokapláss, hvert þeirra með fjórum kojum.

Verð 2023:
1800 kr nóttin fyrir 13 ára og eldri

1000 kr rafmagn á stæðinu (takmarkaður fjöldi tengla)
300 kr sturta
800 kr þvottavél
800 kr þurrkari

Hvað er í boði