Fara í efni

Kerbyggð

Sumarhúsin eru 5 og eru staðsett við Gullna hringinn á Suðurlandi, 2 km frá Kerinu. Boðið er upp á nútímaleg hús með ókeypis WiFi, fullbúnu eldhúsi og einkaverönd með fjallaútsýni.

Húsin eru öll 93 m3 með uppábúnum rúmum , handklæðum og baðsnyrtivörum.

3 herbergja fjölskylduhúsin eru með 1 stóru hjónaherbergi og 2 minni herbergjum (rúm fyrir 6 manns), 1 stóru baðherbergi . Það er ekki heitur pottur í þeim.

Svítuhúsin eru með 2 stórum herbergjum (rúm fyrir 5 manns ) 2 baðherbergjum og heitum nuddpotti á verönd.

Báðar hústýpurnar eru að öðru leyti sambærilegar með fullkomnu eldhúsi , borðstofu og stofu með fallegum húsgögnum.

Í eldhúsi er kaffi og te , salt og pipar og olífuolía.

Það er góð nettenging í húsunum og sjónvarp og þráðlaus hátalari.

Lokaþrif er innifalið í þessu verði.

Þetta er í raun eins og að koma á hótel , allt er tilbúið við komu og svo kemur starfsfólk frá okkur eftir dvöl og þrífur húsið.

Hvað er í boði