Fara í efni

Keldur á Rangárvöllum

Á Keldum er torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi.

Timburgrind skálans er með stafverki, prýdd strikum af rómanskri gerð. Úr skálanum liggja jarðgöng, sem talin eru frá 12. eða 13. öld og eru líklega undankomuleið á ófriðartímum. Auk þess hefur fjöldi útihúsa varðveist.

Nánari upplýsingar: www.thjodminjasafn.is, Thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

Opnunartími:
1. juní - 31. ágúst : 10:00-18:00 alla daga
Verð: Kr 1200 (1000 á mann í hópum sem telja 10 manns eða fleiri)

Hvað er í boði