Fara í efni

Jórvík I

Við bjóðum upp á þrjá huggulega bústaði á frábærum stað. Tveir þeirra eru 30 fermetrar með einu svefnherbergi og tvíbreiðum svefnsófa 140 cm. í aðalrými. Í rauða bústaðnum Jórvík cottage 3, eru tvö einstaklingsrúm í svefnherbergi, en í Jórvík cottage 2, miðbústaðnum, er hjónarúm 153 cm. í svefnherbergi. Báðir þessir bústaðir eru ætlaðir fyrir fjóra í gistingu.

Minnsti bústaðurinn Jórvík cottage 1, er 24 fermetrar og ætlaður fyrir þrjá fullorðna í gistingu, eða fyrir tvo fullorðna og eitt til tvö börn. Í honum er svefnherbergi með hjónarúmi 153 cm. og í aðalrými er svefnsófi ca. 135 cm.

Í öllum bústöðunum er baðherbergi með sturtu, lítið eldhús með öllum helstu áhöldum til eldunar, eldhúsborð og stólar, sjónvarp og frítt wifi. Bílastæði eru fyrir utan alla bústaðina.

Hvað er í boði