Fara í efni

Fjallsárlón

FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓNSIGLING
Við bjóðum þér í einstaka bátsferð á litlum Zodiac bát þar sem siglt er meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró. Sigldu upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem oft má sjá ísjaka brotna frá jökulvegginum með stórkostlegu sjónarspili. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði! 

FERÐATILHÖGUN
Við mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði. Vinsamlega klæðið ykkur eftir veðri.

Heildartími: 75-90 mínútur þar af sigling 45 mínútur

Aldurstakmark: 6 ára

Opnunartími: 1. apríl – 31. október 

Siglingar háönn: 08:30-17:30

Frost veitingastaðurinn okkar er staðsettur nálægt Fjallsárlóni. Þar er boðið uppá hlaðborð í hádeginu, ásamt léttum veitingum fyrir svanga ferðalanga yfir daginn.

Hvað er í boði