Hvítárnes - Ferðafélag Íslands
Fyrsta sæluhús F.Í. var reist á bakka Tjarnár í Hvítárnesi. Skálinn stendur í 425 m y.s. og var fullgerður 1930. Húsið er á tveimur hæðum; á neðri hæð eru 2 svefnherbergi, eldhús og forstofa og á efri hæð svefnloft og lítið svefnherbergi. Þar er gaseldavél og lítil kamína. Eldhúsáhöld eru ekki í húsinu. Vatnssalerni er í sérstöku húsi. Úr Hvítárnesi er fögur útsýn til allra átta, yfir Hvítárvatn og til Langjökuls. Þaðan er lagt af stað í gönguferð um Kjalveg hinn forna.
GPS: N64°37,007 W19°45,394