Fara í efni

Hvítahús

HVÍTAHÚSIÐ í Krossavík er nú alveg að verða tilbúið. Tekið er við umsóknum frá listamönnum um dvöl í húsinu. Á efri hæðinni er íbúð til dvalar við skapandi störf. Á jarðhæð eru tveir salir annar 30 m2. sýningasalur með 7 m. lofthæð og gullfallegu útsýni til Snæfellsjökuls.
Á sumrin verða gestir boðnir velkomnir. Þá verður í húsinu sala á sérhönnuðum listmunum, heitt á könnunni, sýningar og aðrir viðburðir.
Staðurinn er einstakur, gullin sandvík umlukinn úfnu hrauni og opnu hafi þar sem sólin sest varla á sumrin og óhindruð sýn til Snæfellsjökuls.
Hlökkum til að taka á móti listafólki hvaðanæva að, til að dvelja í þessu trausta húsi.

Hvað er í boði