Fara í efni

Hvanngil - Ferðafélag Íslands

Í Hvanngili á gönguleiðinni um Laugaveginn stendur rúmgóður skáli á tveimur hæðum, þar er gistirými fyrir 60 manns. 

Á neðri hæð skálans er stórt anddyri, lítið eldhús og tveir svefnsalir með kojum, borðum og stólum. Á efri hæðinni eru tveir svefnsalir til viðbótar þar sem sofið er á dýnum á gólfinu. Eldunaraðstaða er góð, hægt er að elda á gasi og öll mataráhöld og borðbúnaður til staðar. Kalt rennandi vatn er í eldhúsinu og stórt kolagrill er úti á palli. 

Skálavarðahús stendur skammt frá skálanum sem og salernishús með sturtum. Vetrarkamar er í salernishúsinu sjálfu. Nokkurn spöl frá skálaþyrpingunni er hesthús með eldunaraðstöðu og svefnlofti sem hýsir 20 manns. Við hesthúsið eru vatnssalerni og tjaldstæði. Tjaldstæðið er inni í Hvanngilshrauninu rétt hjá skálanum. Þar er mikið skjól og gott tjalda ef veður eru válynd. 

Flestir gestir skálans ganga Laugaveginn, en auk þess er hægt að ganga á Hvanngilshnausa. 

Hvað er í boði