Fara í efni

Húsavík Guesthouse

Gistiheimili Húsavíkur stendur við Laugarbrekku 16 á Húsavík. Húsið var reist árið 1947 og er á tveim hæðum. Í tíu ár var húsið heimili fyrir starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík sem kemur víðs vegar að úr heiminum, en haustið 2009 var því breytt í gistiheimili fyrir ferðafólk og þar er nú boðin gisting á góðu verði.
Í gistiheimilinu eru sjö herbergi, fimm á jarðhæð og tvö á efri hæð. Á efri hæð eru einnig morgunverðarsalur, eldhús og gestamóttaka. Morgunverður er innifalinn í öllum okkar verðum og við leggjum mikið upp úr góðum og fjölbreyttum morgunverði fyrir gesti okkar. Allir gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti í herbergjum sínum, en þeir sem eru ekki með tölvu meðferðis geta fengið aðgang að tölvu og prentara hjá starfsfólki.
Gistiheimili Húsavíkur er í göngufjarlægð frá öllum helstu kennileitum á Húsavík. Innan við mínútu gangur er í sundlaug, bensínstöð og verslun.
Gistiheimili Húsavíkur býður einnig upp á hópgistingu sem hentar íþróttafélögum og félagasamtökum eða starfsmannahópum í afþreyingar- eða vinnuferðum.

Hvað er í boði