Fara í efni

Húnavellir - Gistiheimili og tjaldsvæði

Húnavellir eru notalegt athvarf miðsvæðis á Norðurlandi vestra, frábær áfangastaður fyrir þau sem ferðast um hringveginn eða vilja skoða Norðurland. Gistiheimilið býður upp á öll þau þægindi sem þú þarft, hvort sem þú ert að skoða svæðið eða slaka á í nokkra daga. Tjaldstæðið er fjölskylduvænt og umkringt fallegri náttúru og ró. 

Við hlið gistiheimilisins og tjaldsvæðisins er sundlaug og heitur pottur. Á svæðinu er einnig góð íþróttaaðstaða, þar á meðal fótboltavöllur, sparkvöllur og skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Þjónustuhúsið er nýuppgert og býður upp á rúmgóð salerni og og setustofu. Á hlið hússins er uppþvottaaðstaða.

Hvað er í boði