Fara í efni

Hrísbrú

Fornleifauppgröftur hefur verið staðið yfir á Hrísbrú frá árinu 1995 á vegum verkefnisins MAP, The Mosfell Archaeological Project. MAP er alþjóðlegt þverfaglegt rannsóknarverkefni þar sem stuðst er við fornleifafræði, sagnfræði, mannfræði, erfðafræði og náttúruvísindi. Samvinna er við Þjóðminjasafn Íslands og Mosfellsbæ. Jesse L. Byock prófessor er framkvæmdastjóri verkefnisins en Davidi Zori, fornleifafræðingur hefur umsjón með uppgreftinum. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á líf íbúa Mosfellsdals og á svæðinu þar í kring við upphaf landnáms og næstu aldir þar á eftir.

Uppgröftur hófst á tveimur hólum með könnunarskurðum en þeir kallast Kirkjuhóll og Hulduhóll. Þessi örnefni eru forn en einnig höfðu munnmælasögur gengið mann fram að manni að á Kirkjuhóli hafi verið kirkja og að í Hulduhóli væri álfabyggð. Þessu greindi Ólafur Ingimundarson bóndi á Hrísbrú frá en þessar sagnir eru skýring þess að ekki hafði verið hreyft við þessum hólum áður en uppgröftur hófst. 

Hvað er í boði