Hrafntinnusker - Ferðafélag Íslands
Skáli F.Í. í Hrafntinnuskeri, Höskuldsskáli, var reistur 1977. Hann stendur í 1027m yfir sjó. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru íshellar, Landmannalaugar og Álftavatn. Hrafntinnusker er fyrsti viðkomustaður eftir Landmannalaugar á gönguleiðinni um Laugaveginn. Skálinn hýsir 52 manns í kojum en heimilt er að nýta tvíbreiðar kojur og autt gólfpláss til gistingar í vondum veðrum. Skálinn er jarðhæð með eldhúsi og sal og ris með 18 dýnum á gólfi og herbergi skálavarðar.
GPS: N63°56,014 W19°10,109