Fara í efni

Bændagistingin Hofsstöðum

Bændagistingin á Hofsstöðum er staðsett við veg nr. 76 aðeins 18 km. frá þjóðvegi 1.
Bændagistingin Hofsstöðum býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með baði. Sameiginleg setustofa er með heimilisfólkinu. Morgunverður er í boði og kvöldverð er hægt að panta á Sveitasetrinu, sem er í næsta nágrenni. (500 m). Þar er áhersla lögð á heimagerðan mat úr skagfirsku hráefni.

Útsýni er mikið og fagurt frá Hofsstöðum, sem er miðsvæðis í Skagafirði og því stutt að sækja alla þá þjónustu og afþreyingu sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Tilvalinn staður til að dvelja á til skoðunarferða um Skagafjörð og næstu nágrannabyggðir. Næstu þéttbýliskjarnar eru: Sauðárkrókur 18 km, Varmahlíð 24 km, Hofsós 26 km, Hólar 20 km

Afþreying: Gönguleið er niður á bakka Héraðsvatna, þar sem fuglalíf er fjölbreytt. Einnig er hægt að ganga til fjalls og njóta víðsýnis Skagafjarðar. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )

Gestgjafar: Elínborg Bessadóttir og Vésteinn Vésteinsson.

Opið frá 7. janúar til 20. desember.

Hvað er í boði