Fara í efni

Höfn HI Hostel / Farfuglaheimili

Höfn er stærsti þéttbýliskjarninn í Sveitarfélaginu Hornafirði og sá eini í Ríki Vatnajökuls. Náttúran allt um kring er stórbrotin og bærinn er oft kenndur við humarinn enda er Humarhátíðin, ein af elstu bæjarhátíðum á Íslandi haldin þar á hverju sumri. Á svæðinu er margt áhugavert að skoða en hæst ber undurfögur náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs. Í bænum er mikið úrval af þjónustu og afþreyingu og hver einasti veitingastaður býður að sjálfsögðu upp á gómsæta humarrétti.

Gistiheimilið er vel staðsett í rólegu umhverfi en þó stutt í verslanir, sund og á veitingastaði. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti og mismunandi herbergistegundir í boði. Á staðnum er góð morgunverðar aðstaða, þægileg setustofa og vel búið eldhús sem gestir hafa afnot af.  

Á svæðinu:

  • Í Vatnajökulsþjóðgarði er úrval af afþreyingarmöguleikum. T.d. er hægt að fara í skipulagðar jöklaferðir, jöklagöngur og hestaferðir. 
  • Höfn er vel staðsett fyrir þá sem ætla að ganga hin stórbrotnu Lónsöræfi sem einkennast af tilkomumiklum líparít fjöllum, með klettóttum gljúfrum og öðru bergi sem saman skapa stórfenglegt sjónarspil lita. 
  • Heitu laugarnar í Glacier World – Hoffelli eru einungis í 19 km fjarlægð frá Höfn. Þar er tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best.  

Hvað er í boði