Fara í efni

Farfuglaheimilið Höfn

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Höfn er tilvalinn áningarstaður í fögru umhverfi á suðausturhluta landsins. Höfn er stærsti þéttbýliskjarninn í Sveitarfélaginu Hornafirði. Íbúafjöldi sveitarfélagsins er um 2400. Þar er margt áhugavert að skoða. Hæst ber undurfögur náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs.

Höfn Hostel er vel staðsett í rólegu umhverfi en þó stutt að fara í verslanir eða á veitingastaði. Á Höfn eru margir góðir veitingastaðir. Tilvalinn staður fyrir fjölskyldur að heimsækja. Góðar gönguleiðir, frábær sundlaug og margt að skoða.

Á Höfn Hostel er margskonar gisting í boði. Eins manns og tveggja manna herbergi og líka er hægt að fá fjölskylduherbergi eða svefnpokapláss.

Gistiheimilið hefur verið endurnýjað að miklu leiti og hafa þær breytingar mælst vel fyrir hjá gestum.

Það sem gestir hafa einkum nefnt í umsögnum sínum er góð morgunverðaraðstaða, góð setuaðstaða fyrir gesti og sérstaklega vel búið eldhús sem gestir hafa afnot af. Einnig er mikil ánægja með þrif og gott og vinsamlegt starfsfólk.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á leið ykkar um landið.

Hvað er í boði