Fara í efni

Hlöðuvellir - Ferðafélag Íslands

Ferðagjöf

Sæluhúsið var reist árið 1970 og endurbyggt 2013. Skálinn stendur í hrauninu sunnan undir Hlöðufelli. Húsið skiptist í stórt anddyri og svefnsal með eldunaraðstöðu. Það tekur 15 manns í kojur. Í húsinu er gaseldun en ekki er þar rennandi vatn.

Frá skálanum má fara í lengri og skemmri gönguferðir, s.s. á Hlöðufell, Eldborgir á Lambahrauni, Kálfstind, Högnhöfða, Skriðu og Skjaldbreið. Einnig er skemmtileg gönguleið um Rótasand að Brúarárskörðum.

GPS: N64°23,911 W20°33,387

Hvað er í boði