Fara í efni

Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum

Hlöðueldhúsið býður uppá matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu.

Vel útbúið eldhús rúmar vel 10-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima.

Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni t.d. beint frá býli enda margir bændur að gera það gott á Suðurlandi. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og kartöflur sem við notum í eldhúsinu okkar.

Hver hópur (að lágmarki 10 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com

Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp út frá því námskeiði sem valið er og einnig eftir árstíð.

Gamla Ísland og hefðirnar

Við byggjum á gömlum íslenskum grunni en notum nýtt og ferskt hráefni og leikum okkur út frá gömlum uppskriftum.

Útbúum forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Byrjum á að taka rúgbrauð úr ofni og smakka það á meðan við kynnumst aðstöðunni og því sem í vændum er. Síðan förum við út og náum í það grænmeti sem við viljum fá í réttina, á þeim árstímum þegar það er hægt.

Allir fá hlutverk eftir færni og áhuga. Við kynnumst sögu Þykkvabæjar og ýmsum matarhefðum héðan. Ræðum saman um mat og fáum að smakka á ýmsu góðgæti.

Hópurinn getur sest niður á barnum í hlöðunni á meðan góðgætið er að malla í ofninum.

Við vöndum okkur þannig að hver réttur verður borinn fram á fallegan hátt.

Hlöðueldhúsið opnar í sumarbyrjun 2020

Hvað er í boði