Fara í efni

Skíðasvæðið Hlíðarfjalli

Í tæp 40 ár hefur Hlíðarfjall verið í fremstu röð skíðasvæða á Íslandi. Aðalsmerki Hlíðarfjalls er góður snjór, göngubrautir og skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð. Nú
hafa snjóvélar verið teknar í notkun en þær tryggja gott færi allan veturinn. Í Hlíðarfjalli finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Hvort sem þú ert byrjandi eða þrautreynd(ur) í skíðabrekkum eru skíða- og snjóbrettakennarar til staðar þér til aðstoðar. Þeir kenna þér undirstöðuatriðin, fínpússa stílinn og/eða kynna fyrir þér Carving-tæknina. Börnin eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og í Hlíðarfjalli er starfræktur barnaskíðaskóli. Einnig er boðið upp á lengri skíða og snjóbrettanámskeið.

Í Hlíðarfjalli er starfrækt skíða- og snjóbrettaleiga þar sem hægt er að leigja allan búnað.

Hvað er í boði