Fara í efni

Hella - Reykkofinn

Við erum sauðfjárbændur á Hellu í Mývatnssveit og vinnum hluta af okkar afurðum og seljum beint til neytenda.
Við leggjum áherslu á kofareykta hangikjötiðog framleiðum það samkvæmt gömlum hefðum með okkar útfærslu.
Á haustin er til sölu ferskt og frosiðlambakjöt í heilum og hálfum skrokkum, niðursagað í neytendapakkningar. Markmið okkar er að afgreiða einungis úrvalskjöt sem tilbúið er til matreiðslu þ.e. læri, hryggur, bógar, framhryggjasneiðar eða súpukjöt. Rif, slög og hæklar verða ekki í pakkanum.
Einnig erum við með unna kjötvöru og er þar helst að nefna sperðla, kæfu, hakk og hryggvöðva (file, prime og lundir).
Til margra ára höfum við reykt silung bæði úr Mývatni og eldisfisk frá nágrannasveitum og er silungurinn ávallt til sölu.
Vörurnar eru til sölu í "litlu sveitabúðinn" okkar heima á Hellu og einnig er hægt að panta hér á heimasíðunni. Litla sveitabúiðn er alltaf opin þegar við erum heima. .

Hvað er í boði