Fara í efni

Heiðarbær

Tjaldstæðið við Heiðarbæ er staðsett á milli Húsavik og Mývatns á vegi 87. Tjaldstæðið er fullkomlega staðsett fyrir þá sem vilja skoða austasta hluta norðausturhorns Íslands í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Heiðarbær er staðsett aðeins stutt frá mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins: Mývatni, Goðafossi, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrum og Laxá í Aðaldal. 

Í Heiðarbæ er veitingastaður sem býður upp á pizzur, hamborgara og fleiri smárétti ásamt kaffi og ís. Sundlaug með heitum potti er opin (júní - september).

Önnur þjónusta í nágrenninu:
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar s: 464 3940 jeppaferðir, óvissuferðir o.fl. Saltvík, hestaleiga 15 km í átt að Húsavík s: 847 9515. 

Í næsta nágrenni:
Hveravellir, þar er ein elsta garðyrkjustöð landsins. Þar er hægt að versla grænmeti á virkum dögum frá 8-12 og 13-16 s: 464 3905. 

Staðir nálægt:
Mývatn 33 km Goðafoss 29 km Jökulsárgljúfur 79 km Laxárvirkjun 9 km Þeistareykir: jarðhitasvæði Þar eru áhugaverðir hellar (nánar síðar) Hvalaskoðun á Húsavík 20 km.

Beint frá býli:
Skarðaborg, pantanir í síma 892 0559. Vörur í boði: Ær- og lambakjöt.

Öll önnur almenn þjónusta er á Húsavík 20km frá Heiðarbæ.


Hvað er í boði