Fara í efni

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Ferðagjöf

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar, þar sem hún stendur tignarleg við hafnarbakkann.

Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Stórsveitar Reykjavíkur. Í húsinu eru veitingastaðirnir Bergmál og Kolabrautin auk veitingaþjónustu Hörpu, sem nefnist KH veitingar. Þar eru einnig verslanirnar Upplifun og Epal.

Harpa, tónlistar og -ráðstefnuhúsið í Reykjavík, er hönnuð af Ólafi Elíassyni, Henning Larsen arkitektum og Batteríinu og opnaði í maí 2011.

Opnunartímar hússins

Vetrartími 1. okt. - 31. maí
10:00 - 22:00

Sumartími 1. jún. - 30. sep.
09:00 - 22:00

Hvað er í boði