Fara í efni

Torgið

Torgið er hlýlegur og sérstæður veitingastaður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin. Staðurinn stendur í nýuppgerðu sólgulu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi. Hannes var í uppáhaldi hjá mörgum bæjarbúum, hann ataðist gjarnan í strákunum við höfnina og fékk þannig viðurnefnið Boy.

Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og er þar boðið upp á fínni mat. Staðurinn er opinn alla daga yfir sumartímann, frá júní og þar til seinnipartinn í ágúst. Á veturna er opið eftir pöntunum eða við sérstök tilefni og ávallt er tekið á móti hópum.

 Hannes Boy er einn af þremur veitingastöðum sem tilheyrir Sigló Hótel. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Kaffi Rauðka og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.

Hvað er í boði