Fara í efni

Hamborgarafabrikkan

Við viljum að fólki á öllum aldri finnist gaman að koma á Fabrikkuna. Þess vegna leggjum við hjarta okkar og sál í að veita lifandi og skemmtilega þjónustu og töfra fram hágæðamat úr hágæðahráefni. Hjartað í matseðli Hamborgarafabrikkunnar eru fimmtán ferkantaðir hamborgarar. Þar er líka að finna frábæra forrétti, fersk salöt, himnesk grísarif í bland við spennandi forrétti og eftirrétti. Á hverju ári bryddum við uppá nýjungum og eru árstíðaborgararnir okkar löngu orðnir vinir íslenskra hamborgaraunnenda, Rúdolf, Heiðar og Páskalamborgarinn. Hamborgarakjötið okkar er úr hæsta gæðaflokki og sent ferskt á alla staði. Brauðið er sérbakað af Myllunni, Bernaisesósan er hrærð uppá gamla mátann á hverjum morgni og nachosið er handlagað og steikt á staðnum. Allar sósurnar okkar eru framleiddar sérstaklega fyrir Fabrikkuna. Hamborgari er nefnilega ekki það sama og hamborgari. Á Fabrikkunni meðhöndlum við hamborgarann eins og stórsteik. Af þeirri virðingu sem hann á skilið. Á Íslandi eru þrjár Fabrikkur: Á Höfðatorgi, í Kringlunni og á Hótel Kea Akureyri.

 


Hvað er í boði