Fara í efni

Hálsaból

Sumarhúsin að Hálsi standa rétt fyrir ofan bæinn Háls og eru reist árið 2004. Þau eru nútímaleg og falleg hús. Staðsetning þeirra er alger draumur fyrir alla sem vilja vera útaf fyrir sig en samt þægilega nálægt allri þjónustu en aðeins 3 km eru til Grundarfjarðar.

Húsin okkar eru fyrir 6 til 8 og einstaklega falleg og skemmtilega hönnuð. Þau eru útbúin sjónvarpi og DVD spilara, geislaspilara með útvarpi, eldavél, ofni og borðbúnaði fyrir allt að 8 manns. Einnig er gasgrill utanhúss. Heitur pottur er á pallinum og er mjög skjólsælt þar. Lítill leikvöllur er við húsin og umhverfið og aðstaðan gerð eins barnavæn og kostur er.

Hvað er í boði