Fara í efni

Hagavatn - Ferðafélag Íslands

Ferðagjöf

Gistiskáli F.Í. við Hagavatn var reistur 1942 en var endurgerður 1986 og aftur unnið við endurbætur árin 2000 og 2001. Skálinn stendur undir Langjökli, nánar tiltekið vestustu Jarlhettunni í grösugum hvammi norðan við Einifall, rétt austan við Farið. Þar er ekki vatn að hafa nema jökulvatn til matar og þvotta. Í honum eru 8 föst rúmstæði niðri og svefnpláss á lofti fyrir 4. Ótalmargt athyglivert er í nágrenni skálans og skammt að fara t.d. um Jarlhettur, upp að Langjökli og að Hagafelli.

GPS: N64°27,760 W20°14,700

Hvað er í boði