Fara í efni

Hagavatn - Ferðafélag Íslands

Gistiskáli F.Í. við Hagavatn var reistur 1942 en var endurgerður 1986 og aftur unnið við endurbætur árin 2000 og 2001. Skálinn stendur undir Langjökli, nánar tiltekið vestustu Jarlhettunni í grösugum hvammi norðan við Einifall, rétt austan við Farið. Þar er ekki vatn að hafa nema jökulvatn til matar og þvotta. Í honum eru 8 föst rúmstæði niðri og svefnpláss á lofti fyrir 4. Ótalmargt athyglivert er í nágrenni skálans og skammt að fara t.d. um Jarlhettur, upp að Langjökli og að Hagafelli.

GPS: N64°27,760 W20°14,700

Hvað er í boði