Fara í efni

Gistiheimilið Vínland

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Verið velkomin á Gistihúsið Vínland í Fellabæ.

Vínland er staðsett í hjarta Fljótsdalshéraðs. Fyrir ykkur sem viljið njóta fegurðar Austurlands og Austfjarða er Vínland góður miðlægur staður.

Á Egilsstöðum eru matvörumarkaðir, sérverslanir, gallery, góðir veitingastaðir, góð íþróttaaðstaða, gervigrasvöllur, útisundlaug, rennibrautir, heitir pottar, golfvöllur o.fl.

Gistiaðstaðan samanstendur af 6 smekklegum herbergjum. Herbergin hafa sér inngang, baðherbergi, nettengingu, TV, hárþurrku, lítinn kæliskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukönnu, te og kaffi.

Sumarhús er líka til leigu á Vínlandi, gistiaðstaða fyrir 2 til 4 en hámark 6 manns með þægilegri setustofu, eldhúsi og baðherbergi.

Camping Pods, smáhýsi, er ódýrari kosturi, svefnpokagisting sjá nánar á www.vinlandhotel.is

Nánari upplýsingar:

Ásdís :893 2989

info@vinlandhotel.is

Hvað er í boði