Fara í efni

Gistiheimilið Húsið

Gistihúsið Húsið er staðsett í jarðvarmagarði Kötlu í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá göngusvæði Þórsmerkur. Í boði er útsýni yfir fjöll og sveit ásamt ókeypis Wi-Fi Interneti og bílastæði. Boðið er eingöngu herbergið með uppábúin rúm með eigin handlaug og aðgang að sameiginlegu baðherbergi.

Gestasetustofan er með DVD-spilara, spil og sófar. Morgunverðarhlaðborð er borið fram frá kl. 8:00 til 9:30, og hægt er líka að panta nestispakka. Starfsfólk getur aðstoðað við að skipuleggja hestaferðir eða gönguferðir.

Mikil afþreying er í boði. Sem dæmi má nefna Gluggafoss sem er friðlýst náttúruvætti. Fljótshlíðardalurinn er allt um kring en þar er að finna jökultindana í Kötlu Jarðvangi. Á svæðinu er vinsælt að stunda hestaferðir,  golf og fiskveiðar.  Við mælum einnig með að skoða Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð. Lava gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti, heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir: Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

Verslanir, veitingarstaðir og sundlaginn er á Hvolsvelli. Á sundlaugarsvæðinu eru: 25m útilaug, 2x heitir pottar; 1x vaðlaug; Rennibraut; Úti- og inniklefar; Gufubað.

Hvað er í boði